Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veðbankar auka líkurnar á því að Kane fari til Man Utd
Kane er frekar óvænt orðaður við Man Utd.
Kane er frekar óvænt orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Í morgun greindi götublaðið Mirror frá því að Manchester United væri að undirbúa heimsmetstilboð í Harry Kane, sóknarmann Tottenham og markahæsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar.

Blaðið telur að Jose Mourinho, stjóri United, vilji frekar frá Kane frá Tottenham heldur en Cristiano Ronaldo.

Það telja flestir að Kane sé ekki á förum frá Spurs í náinni framtíð, en veðbankar hafa þó aukið líkurnar á því.

Hjá Ladbrokes voru líkurnar 20/1, en eru nú 6/1.

„Það að þetta hafi breyst svona mikið á skömmum tíma segir okkur það sem við þurfum að vita. United er með pening til að eyða og ef þeir eru á eftir heimsklassa sóknarmanni, þá fá þeir ekki mikið betri mann heldur Kane," sagði Alex Apati hjá Ladbrokes.
Athugasemdir
banner
banner