Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 25. júní 2018 15:15
Fótbolti.net
Uppboð fyrir Umhyggju - Árituð landsliðstreyja
Treyjan sem um ræðir.
Treyjan sem um ræðir.
Mynd: .
Fótbolti.net verður næstu dagana með uppboð á eldri landsliðstreyju sem landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði vináttuleik fyrr á árinu. Um er að ræða áritaða treyju.

Uppboðinu lýkur klukkan 12:00 á föstudag.

Nú er þitt tækifæri til að leggja þitt af mörkum og hvetjum við þig, öll fyrirtæki sem og alls kyns stofnanir til að taka þátt og styðja við gott málefni.

Taktu þátt
Uppboðið verður hér á vefsíðu Fótbolta.net og mega öll boð berast með nafni og upphæð á netfangið [email protected]

Lokadagur uppboðsins verður föstudagurinn 29. júní og verður hætt að taka við boðum á slaginu 12:00.

Lágmarksboð
30 þúsund krónur

Um Umhyggju
Styrktarfélagið Umhyggja hefur sérhæft sig í stuðning við langveik börn alveg frá árinu 1980, þá á barnadeild Landspítalans og Landakotsspítala. Í dag koma 18 félög að aðild Umhyggju og hefur stuðningur og kraftur við langveik börn á Íslandi aldrei verið eins öflugur. Gott má þó ávalt bæta með tækjum og tólum sem og fjárhagsstuðning við forledra og börn sem glíma við langavarandi veikindi.
Athugasemdir
banner
banner
banner