mán 25. júní 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Jóhannesson spáir í leik Spánar og Marokkó
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjar þurfa að fá jafntefli, helst bara sigur gegn Marokkó í kvöld, til þess að gulltryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Á sama tíma og Spánn spilar við Marokkó þá mætir Portúgal Íran í hinum leik riðilsins. Fyrir kvöldið eru Spánn og Portúgal með fjögur stig, en Íran þrjú stig. Marokkó er án stiga.

Íslenski landsliðsmaðurinn Diego Jóhannesson þekkir spænska boltann vel enda spilar hann á Spáni með Real Oviedo. Hann er fæddur og uppalinn á Spáni en á íslenskan föður. Diego er hægri bakvörður og á þrjá A-landsleiki Íslands.

Diego spáir í leik Spánar og Marokkó. fyrir Fótbolta.net.

Spánn 1 - 0 Marokkó (klukkan 18:00)
Ég tel að Spánn muni vinna 1-0. Þetta verður mjög erfiður leikur en Spánn er með sterkara lið en Marokkó.

Ég veit ekki alveg hvort Spánn geti orðið Heimsmeistari en þeir eru eitt af sigurstranglegri liðunum.
Athugasemdir
banner
banner