Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 12:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Farfan fékk slæmt höfuðhögg og verður ekki með í lokaleik Perú
Farfan er á batavegi eftir slæmt höfuðhögg.
Farfan er á batavegi eftir slæmt höfuðhögg.
Mynd: Getty Images
Ricardo Gareca hefur viðurkennt að liðið hafi orðið fyrir áfalli þegar Jefferson Farfan lenti í samstuði við liðsfélaga á laugardaginn og hlaut alvarleg höfuðmeiðsli.

Framherjinn Jefferson Farfan verður fjarri góðu gamni í lokaleik Perú gegn Ástralíu þar sem hann er ennþá á spítala eftir að hafa fengið alvarlegt höfuðhögg á æfingu um helgina.

„Farfan lenti í samstuði við liðsfélaga á æfingu og við vorum mjög áhyggjurfullir. Hann missti meðvitund í nokkrar mínútur. Leikmaðurinn fékk alla þá aðhlynningu sem þurfti. Hann er í lagi en við vorum hræddir,” sagði Gareca.

„Því miður mun hann ekki getað spilað á morgun en það mikilvægasta er að hann nái sér að fullu. Það eru ákveðnar reglur varðandi endurhæfingu leikmanna sem þýðir að það er skylda fyrir leikmenn að vera á spítala í 72 klukkustundir þangað til hann hefur jafnað sig.”

„Við verðum að vera þakklát fyrir að hann hafi fengið aðhlynningu samstundis frá læknaliðinu og erum mjög þakklátir Rússum fyrir að hafa undirbúið sig svo vel undir slíkt tilfelli.”

„Við munum sakna hans mikið á morgun. Við vonumst til þess að fá hann tilbaka fljótlega vegna þess að hann er mikilvægur fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner