banner
   mán 25. júní 2018 12:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Framkvæmdastjóri Dortmund segir Morata of dýran
Framtíð Morata er óljós en hann hefur verið orðaður við Dortmund.
Framtíð Morata er óljós en hann hefur verið orðaður við Dortmund.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund segir að Alvaro Morata sé of dýr fyrir félagið.

Dortmund er í leit að staðgengli í framlínuna fyrir Pierre-Emerick Aubameyang sem félagið seldi til Arsenal í janúar. Morata átti erfitt uppdráttar á Brúnni á síðasta tímabili í kjölfar félagsskipta hans frá Juventus og skoraði 15 mörk í 48 leikjum í öllum keppnum.

Zorc segir að það verði ótrúlega erfitt fyrir Dortmund að tryggja sér leikmanninn sem var keyptur til Chelsea fyrir 58 milljónir punda á síðasta tímabili.

Ég myndi segja að Morata sé of dýr, án þess að vita nákvæmlega hvað hann kostar," sagði Zorc.

Zorc viðurkennir auk þess að hann og félagið hefðu viljað halda Aubameyang frekar en að þurfa að finna eftirmann hans.

Auðvitað höfum við eftirmenn í huga. En staða alvöru framherja er þessa stundina sú erfiðasta til þess að fylla upp í. Þess vegna vorum við á móti því að selja Aubameyang í langan tíma vegna þess að hann tryggði okkur mörk.”

Í augnablikinu hef ég það á tilfinningunni að félgasskiptamarkaðurinn, ekki bara fyrir framherja heldur í heildina sé hann aðeins úr sambandi við raunveruleikann. Mjög háir verðmiðar sjást. Við verðum að fara varlega og passa að gera ekki eitthvað brjálað. Sérstaklega þar sem við höfum leikmenn í okkar hóp sem geta leyst þessa stöðu. ”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner