mán 25. júní 2018 13:15
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ég er með slökkt á símanum
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson segist ekki vera að husga um neitt annað en leikinn við Króatíu annað kvöld. Heimir ætlar að skoða framtíð sína með íslenska landsliðinu eftir HM en hann segist ýta öllum vangaveltum um framtíð sína til hliðar fram yfir mótið sjálft.

„Talaðu við starfsfólkið, ég er aldrei með símann. Ég passa mig að hafa slökkt á honum. Það er mikið að hugsa um. Við fókusum 100% á þetta stóra verkefni," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Við erum að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik heldur bara framtíðina. Ef örlögin verða þau að við dettum út þá erum við að fara í Þjóðadeildina sem hefst í september. Það er önnur viðurkenning fyrir þessa stráka. Það sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig undanfarin tvö ár."

„Við erum í Champions league landsliða í Evrópu og síðan 2019 verðum við aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM. Framtíðin næstu tvö árin er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið og sýnir hversu vel þeir hafa spilað úr sínum spilum undanfarin tvö ár."

„Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en að stýra liðinu á móti Króatíu þá eigum við ekki að vera í þessu."

Athugasemdir
banner
banner