Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Ekki dagur Ronaldo - Spánn og Portúgal áfram
Spánn - Rússland og Portúgal - Úrúgvæ
Ekki besti dagur Ronaldo.
Ekki besti dagur Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Aspas tryggði Spánverjum efsta sætið.
Aspas tryggði Spánverjum efsta sætið.
Mynd: Getty Images
B-riðill Heimsmeistaramótsins var að klárast og eru það Portúgal og Spánn sem fara áfram í honum.

Spánn vann riðilinn
Það var Spánn sem stóð uppi sem sigurvegari í riðlinum eftir mikla dramatík. Spánn vinnur riðilinn með aðeins fimm stig.

Spánn spilaði við Marokkó og lenti þar í veseni. Heimsmeistararnir frá 2010 lentu tvisvar undir en náðu tvisvar að jafna. Liverpool "floppið" Iago Aspas tryggði Spánverjum jafntefli með marki í uppbótartímanum.

Marokkó fer heim með eitt stig.

Í leik Portúgals og Íran var það Cristiano Ronaldo sem var skúrkurinn. Ricardo Quaresma kom Portúgal yfir undir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu marki. Staðan 1-0 í hálfleik, Evrópumeisturunum í vil.

Í seinni hálfleik fékk Ronaldo kjörið tækifæri til þess að koma Portúgal í 2-0 en hann lét verja frá sér af vítapunktinum. Þegar lítið var eftir dró til tíðinda þegar Ronaldo virtist slá til leikmanns Íran. Dómarinn leit á atvikið á myndbandi en gaf Ronaldo aðeins gult spjald. Einhverjir vildu þarna fá rautt.


Í uppbótartímanum jafnaði Íran úr vítaspyrnu. Íran þurfti eitt mark í viðbót til þess að stela sæti Portúgala í 16-liða úrslitum en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1.

Íran 0 - 1 Portúgal
0-1 Ricardo Quaresma ('45 )
0-1 Cristiano Ronaldo ('53 , Misnotað víti)

Spánn 1 - 2 Marokkó
0-1 Khalid Boutaib ('14 )
1-1 Isco ('19 )
1-2 Youssef En-Nesyri ('81 )

Hvað þýða þessi úrslit?
Spánn vinnur riðilinn með fimm stig. Portúgal endar líka með fimm stig en Spánn skorar fleiri mörk. Íran endar með fjögur stig.

Spánn mætir Rússlandi í 16-liða úrslitum á meðan Portúgal mun etja kappi við Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner