Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júní 2018 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: FH fyrsta liðið í undanúrslit
Brandur skoraði sigurmark FH.
Brandur skoraði sigurmark FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍA 0 - 1 FH
0-1 Brandur Hendriksson Olsen ('3 )
Lestu nánar um leikinn

FH er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir nauman sigur á Inkasso-deildarliði ÍA á Akranesi í kvöld.

Eina markið kom eftir þrjár mínútur
Eina mark leiksins kom eftir þrjár mínútur og var það Færeyingurinn Brandur Olsen sem gerði það eftir stoðsendingu Atla Guðnasonar. „Þetta tók ekki langan tíma fyrir FH!!! Einföld sending frá miðjunni á Atla Guðna út á vinstri kantinum og hann kemur með geggjaða fyrirgjöf með grasinu og Brandur stendur aleinn og getur ekki annað en skorað," sagði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu Fótbolta.net á Akranesi.

Skagamenn veittu ágætis mótspyrnu og komust nálægt því að jafna undir lokin en inn vildi boltinn ekki og lokatölur 1-0 fyrir FH sem er komið áfram. FH komst í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði þar eftirminnilega fyrir ÍBV.

Klukkan 20 voru tveir aðrir leikir að hefjast.

Beinar textalýsingar:
20:00 Þór - Stjarnan
20:00 Valur - Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner