Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. júní 2018 14:56
Ingólfur Páll Ingólfsson
Myndband: Elsti leikmaður í sögu HM varði vítaspyrnu
El-Hadary er að skrá sig í sögubækurnar.
El-Hadary er að skrá sig í sögubækurnar.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg um að vera í fyrri hálfleik í báðum leikjum dagsins.

Rússland er tveimur mörkum undir og manni færri eftir fyrri hálfleik liðsins gegn Úrúgvæ. Úrúgvæ hefur verið öllu sterkara í fyrri hálfleik og spurning hvort að Rússar finni einhver svör í þeim seinni.

Í hinum leik dagsins kom Mohamed Salah Egyptum yfir en það er hinsvegar El-Hadary, markmaður liðsins sem er að stela öllum fyrirsögnunum. Ekki nóg með að hinn 45 ára Hadary hafi skráð nöfn sín í sögubækurnar með því að verða elsti leikmaðurinn til að spila leik í lokakeppni Heimsmeistaramótsins heldur tók hann sig til og varði vítaspyrnu Al Muwallad á frábæran hátt. Sjón er sögu ríkari.




Athugasemdir
banner
banner