Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. júní 2018 13:04
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo mætti út í glugga - Íranir héldu fyrir honum vöku
Þessi stuðningsmaður var einn af þeim sem hélt vöku fyrir Ronaldo.
Þessi stuðningsmaður var einn af þeim sem hélt vöku fyrir Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn íranska landsliðsins reyndu allt til að koma Cristiano Ronaldo úr jafnvægi fyrir viðureign liðanna á HM í kvöld.

Ronaldo hefur verið sjóðandi heitur í Rússlandi og skorað fjögur mörk.

Í gærkvöldi söfnuðust íranskir stuðningsmenn fyrir utan hótel portúgalska landsliðsins og voru með læti til að halda vöku fyrir mótherjunum. Það virðist hafa heppnast skrambi vel.

Ronaldo kom að glugganum í herbergi sínu og reyndi að þagga niður í látunum með því að gefa handabendingar.

Það hafði ekki áhrif á stuðningsmennina sem héldu áfram að öskra og tromma inn í nóttina.

Spánn og Portúgal eru með fjögur stig, Íran þrjú og Marokkó er án stiga í riðlinum. Lokaumferðin í riðlinum fer fram í kvöld klukkan 18.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner