banner
   mán 25. júní 2018 11:21
Arnar Daði Arnarsson
Rosa gaman hjá Heimi, Sigga Dúllu og fleirum í Rússlandi
Icelandair
Heimir og Sigga Dúlla ræða saman í Gelendzhik.
Heimir og Sigga Dúlla ræða saman í Gelendzhik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á fréttamannafundi á Rostov leikvanginum í Rostov við Don hvernig það hefur gengið að halda móralnum góðum innan hópsins eftir tap í síðasta leik.

Hann segir að þeir hafi ekki breytt neinu og viljað halda í sömu rútínu og áður. Rútínu sem hefur virkað hingað til.

„Það er ekkert annað sem við gerum sama hvort við vinnum eða töpum leikjum. Það er mjög mikilvægt fyrir þennan hóp að halda sér við það sem hefur virkað, þangað til það hættir að virka."

„Eins og allir vita þá gefum við leikmönnum frítíma stóran hluta af deginum fyrir sig sjálfa og þá nota menn þann tíma eins og þeir vilja. Annars höfum við voða litlu breytt í því sem við erum að gera. Eins og ég segi, þangað til það hættir að virka þá gerum við það þannig."

En er andinn í hópnum góður?

„Andinn í hópnum er búinn að vera fínn, Aron Einar er kannski betur til þess búinn að svara því hvernig andinn hjá strákunum er en hjá okkur hér og Sigga Dúllu og fleirum er rosa gaman hjá okkur," sagði Heimir og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner