Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júní 2018 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shahab spáir í leik Íran og Portúgal
Shahab spáir því að sínir menn í Íran fari áfram í kvöld.
Shahab spáir því að sínir menn í Íran fari áfram í kvöld.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Í kvöld lýkur B-riðli Heimsmeistaramótsins með tveimur fótboltaleikjum. Spánn spilar við Marokkó og Íran leikur við Portúgal.

Það er ekki enn alveg ljóst hvaða lið fara áfram. Fyrir leikina eru Spánn og Portúgal með fjögur stig en Íran hefur þrjú. Marokkó er án stiga og er úr leik.

Diego Jóhannesson spáir því að Spánn vinni Marokkó og fari upp úr riðlinum, en Shahab Zahedi, sóknarmaður ÍBV sem er frá Íran, telur að Íran fari með Spáni í 16-liða úrslit.

Íran 2 - 1 Portúgal (klukkan 18:00 í kvöld)
Portúgal mun reyna að ná í þrjú stig til þess að enda á toppi riðilsins og það er gott fyrir Íran sem mun treysta á skyndisóknir. Íran verður þétt fyrir og mun treysta á föst leikatrið og skyndisóknir til að skora og það mun takast í kvöld.

Pouraliganji og Jahanbakhsh skora fyrir Íran og Ronaldo skorar fyrir Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner