mán 25. júní 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Telja að Modric byrji gegn Íslandi
Icelandair
Modric í leik gegn Íslandi í fyrra.
Modric í leik gegn Íslandi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatískir fjölmiðlar eru að reyna að rýna í það hvað Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari, gerir margar breytingar á liðinu sem mætir Íslandi í Rostov annað kvöld.

Króatar eru svo gott sem búnir að vinna riðilinn og Dalic getur leyft sér að hvíla byrjunarliðsmenn.

Marcelo Brozovic er í leikbanni og þeir Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Anti Rebic og Sime Vrsjalko eru allir einu gulu spjaldi frá leikbanni. Líklegt er að þeir verði allir hvíldir gegn Íslandi.

Um helgina bárust fréttir af því að Luka Modric, helsta stjarna Króatíu, myndi einnig fá hvíld.

Dagblaðið Jutarnji List heldur því hins vegar fram að Modric spili. Hann verður þá einn af fáum leikmönnum sem halda sæti sínu.

Jutarnji List segir að Modric verði aftarlega á miðjunni gegn Íslandi en ekki framarlega líkt og hingað til á HM. Króatar spila 4-2-3-1 en Jutarnji List segir að Mateo Kovacic, liðsfélagi Modric hjá Real Madrid, komi inn sem fremsti miðjumaður.

Sjá einnig:
„Modric fengi meiri athygli ef hann væri frá Spáni eða Þýskalandi"
Corluka: Modric og Rakitic bestu miðjumenn mótsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner