Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. júní 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Króata: Okkur er sama hvað önnur lið segja
Gaf ekkert upp með Modric
Icelandair
Zlatko Dalic.
Zlatko Dalic.
Mynd: Getty Images
„Við erum komnir hingað til að vinna, halda hreinu og ná í þrjú stig. Við ætlum að ná efsta sætinu," sagði Zlatko Dalic, þjálfari Króata, ákveðinn á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Ljóst er að Dalic mun hvíla lykilmenn á morgun við mikla gremju Nígeríu og Argentínu sem eru að berjast við Ísland um sæti í 16-liða úrslitunum á HM.

„Okkur er sama hvað önnur lið segja. Við erum að hugsa um okkur. Ég hugsa um mína leikmenn. Það skiptir ekki máli hvað aðrir segja. Ég veit að enginn myndi hugsa út í Króatíu ef við værum í þeirra stöðu. Við ætlum að hugsa um okkur en ekki um Argentínu eða Nígeríu."

Dalic var spurður hvort Luka Modric spili eða hvort hann verði hvíldur. Dalic vildi ekkert gefa upp um það.

„Við ætlum að tilkynna byrjunarlið okkar á fundi á morgun. Við hugsum bara um okkur. Ég vil ekki að það sé talað um varalið hjá okkur. Þetta er króatíska landsliðið og ég hef trú á öllum leikmönnum mínum. Við ætlum að spila á sama hátt og gegn Nígeríu og Argentínu. Ég tilkynni aldrei liðið mitt sólarhring fyrir leik. Ég er kannski búinn að ákveða það en ég ætla ekki að tilkynna neitt," sagði Dalic.

Sjá einnig:
Telja að Modric byrji gegn Íslandi
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner