Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. júlí 2014 20:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
1. deild: Ólsarar komnir í toppbaráttuna eftir sigur á Selfossi
Þorsteinn Már skoraði í kvöld.
Þorsteinn Már skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Eyþór Helgi Birgisson ('17, víti)
0-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('64)


Víkingur Ólafsvík skellti sér í toppbaráttuna í 1. deildinni með sigri á Selfossi á útivelli en lokatölur urðu 0-2.

Eyþór Helgi Birgisson kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik með marki úr víti og Þorsteinn Már Ragnarsson tryggði sigurinn í seinni hálfleik en hann er nýkominn aftur til Víkings frá KR.

Víkingar eru nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu og í harðri baráttu um að leika í Pepsi deildinni á næsta ári.

Allt annað er á teningnum hjá Selfyssingum en þeir eru aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Selfyssingar áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi í leiknum og var sigurinn í lokin sanngjarn.
Athugasemdir
banner
banner
banner