Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. júlí 2014 08:15
Arnar Daði Arnarsson
Alexander Freyr í ÍR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR-ingar hafa fengið varnarmanninn, Alexander Freyr Sindrason frá Haukum. Hann er kominn með leikheimild með liðinu.

Hann getur því leikið með liðinu á Húsavík á morgun þegar ÍR mætir Völsungi í 13. umferð 2. deildar karla.

Alexander sem er 21 árs hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Haukum í sumar en hann lék í Noregi í vetur. Hann á að baki 37 meistaraflokksleiki og skorað tvö mörk.

ÍR-ingar eru í 3. sæti 2. deildar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Gróttu sem sitja í 2. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner