Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. júlí 2014 15:44
Magnús Már Einarsson
Andri Ólafsson í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Varnar og miðjumaðurinn Andri Ólafsson hefur gert samning við ÍBV sem gildir út tímabilið.

Andri gekk til liðs við Grindavík frá KR fyrir tímabilið en hann fékk sig lausan undan samningi þar fyrr í þessum mánuði.

,,Ánægja er innan knattspyrnudeildarinnar með komu Andra aftur til ÍBV en hann er annar eyjamaðurinn á stuttum tíma sem bætist í hópinn eftir að Þórarinn Ingi Valdimarsson ákvað að koma "heim" og hjálpa liðinu í komandi baráttu;" segir í tilkynningu frá ÍBV.

Andri, sem er 29 ára, er uppalinn hjá ÍBV en hann á tæplega 200 deildar og bikarleiki að baki með liðinu. Andri hafði leikið með ÍBV allan sinn feril áður en hann samdi við KR fyrir tímabilið í fyrra.

Næsti leikur ÍBV er á sunnudag þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Garðabæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner