Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. júlí 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Everton að landa Muhamed Besic
Muhamed Besic (t. hægri) á ferðinni á HM.
Muhamed Besic (t. hægri) á ferðinni á HM.
Mynd: Getty Images
Everton er að ganga frá kaupum á bosníska landsliðsmanninum Muhamed Besic frá Ferencvaros í Ungverjalandi.

Þessi 21 árs gamli miðjumaður vakti athygli fyrir góða frammistöðu með landsliði Bosníu og Herzegóvínu á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Besic lék alla leiki Bosníu á mótinu sem djúpur miðjumaður og er Roberto Martinez, stjóri Everton, vonast til að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum liðsins þegar liðið snýr aftur úr æfingaferð til Tælands.

,,Ég hlakka til að kynna hann fyrir stuðningsmönnum Everton. Á næstu dögum mun hann hitta leikmennina, en það mikilvægasta fyrir hann er að ná sínu besta formi fyrir tímabilið," sagði Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner