Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. júlí 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvar Stjarnan mætir Lech Poznan
Stjörnumenn fagna sigrinum í gær.
Stjörnumenn fagna sigrinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ekki er búið að ákveða hvort leikur Stjörnunnar og Lech Poznan í 3. umferð Evrópudeildarinnar fari fram á Samsung vellinum í Garðabæ eða á Laugardalsvelli.

Stjarnan komst áfram í 3. umferð með sigri á Motherwell í gær og liðið mætir Lech Poznan næstkomandi fimmtudag.

,,Við viljum helst spila heima en það er verið að fara yfir málið. Þetta skýrist hugsanlega í dag en annars á mánudag," sagði Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

Kröfur UEFA eru meiri í þriðju umferð Evrópudeildarinnar og í fyrra þurfti Breiðablik meðal annars að spila við Aktobe frá Kasakstan á Laugardalsvelli þar sem gestirnir neituðu að spila leikinn á Kópavogsvelli.

Að sögn Almars munu forráðamenn Stjörnunnar vera í sambandi við forráðamenn Lech Poznan áður en leikstaður verður ákveðinn.

Sjá einnig:
Myndband: Mæta trylltir stuðningsmenn Poznan í Garðabæ?
Athugasemdir
banner
banner