Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. júlí 2014 19:32
Jóhann Ingi Hafþórsson
Patrick van Aanholt farinn til Sunderland (Staðfest)
Van Aanholt í leik með Chelsea.
Van Aanholt í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sunderland hefur fengið Patrick van Aanholt til liðs við sig frá Chelsea.

Liðinu vantaði vinstri bakvörð en Marcos Alonso kemur ekki aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Sunderland, seinni part síðustu leiktíðar.

Aanholt hefur verið í láni hjá Vitessi Arnhem í Hollandi og hefur þótt standa sig vel.

Leikmaðurinn fór til Chelsea sem unglingur árið 2007 en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu en hann hefur verið lánaður til fimm mismunandi liða.

Ashley Cole fór frá Chelsea á síðustu leiktíð en Jose Mourinho var fljótur að fá Filipe Luis til að fylla í hans skarð, sem þýddi að Van Aanholt færðist aftar í goggunarröðinni.

Gus Poyet er talinn hafa áhuga á að fá til sín Kurt Zouma og Patrick Bamford á láni en þeir spila einnig með Chelsea og hafa þótt standa sig vel á undirbúningstímabilinu.

Poyet hefur nú þegar fengið Costel Pantilimon frá Manchester City, Jordi Gomez frá Wigan og Billy Jones frá West Brom.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner