Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 25. júlí 2014 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Pepe Reina vill fara aftur til Spánar
Jose Reina
Jose Reina
Mynd: Twitter
Pepe Reina, markmaður Liverpool, býst við að vera áfram á Anfield en vill enda ferilinn á Spáni.

Hinn 31 árs gamli Spánverji var á láni hjá Napoli á síðustu leiktíð eftir að Simon Mignolet kom til félagsins en hann hefur verið að æfa með Liverpool.

Reina kom til Liverpool árið 2005 fyrir 6 milljónir punda frá Villarreal en hann er ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér en hann vill fara aftur í La Liga einn daginn.

,,Ég er samningsbundinn Liverpool. Ég er að æfa vel og líður vel með liðsfélögum mínum.“

,,Mig langar að vera hérna áfram en ég hef ekki talað við Brendan Rodgers, ég hef bara verið hérna í fjóra daga og ég er bara að hugsa um að æfa vel og að komast í form.“

,,Eins og er, eru stóru liðin á Spáni með góða markmenn, svo það er erfitt fyrir mig að fara aftur til Spánar. Það er eðlilegt að vilja fara aftur þaðan sem þú komst. Við sáum til,“ sagði Reina.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner