Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 25. júlí 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Ravel Morrison verður seldur frá West Ham
Ravel Morrison.
Ravel Morrison.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Ravel Morrison er ekki í plönum Sam Allardyce fyrir komandi leiktíð og verður hann seldur frá West Ham í sumar.

Þessi ungi Englendingur gekkst nýverið undir aðgerð á nára, en aðgerðinni hafði verið frestað þar sem leikmanninum hugnaðist ekki sú tilhugsun að gangast undir hnífinn.

Allardyce er ekki sagður hafa tekið vel í frestunina og að hann hafi ákveðið að Morrison sé ekki í plönum sínum fyrir veturinn.

Samkvæmt enska dagblaðinu Mirror munu Swansea, CSKA Moscow og Sporting Lisbon berjast um leikmanninn á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner