fös 25. júlí 2014 12:22
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam og stjórn West Ham ósammála um Morrison
Morrison var áður á mála hjá Manchester United.
Morrison var áður á mála hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Stjórn West Ham er ekki sammála Sam Allardyce knattspyrnustjóra félagsins um það hver framtíð Ravel Morrison er á Upton Park.

Hinn 21 árs gamli Morrison var í láni hjá QPR síðari hlutann á síðasta tímabili en Stóri Sam segir hann ekki vera í áætlunum sínum fyrir komandi tímabil.

David Sullivan, annar af eigendum West Ham, skilur ekki í þeim ummælum Allardyce.

,,Ef ég les rétt þá sagði hann (Allardyce) á fréttamannafundi að hann (Morrison) sé ekki hluti af áætlunum hans," sagði Sullivan.

,,Ég held að hann hafi sagt þetta í æfingaferðinni á Nýja-Sjálandi en við erum ekki sammála. Við viljum setjast niður með Morrison og gefa honum lengri samning."
Athugasemdir
banner
banner