fös 25. júlí 2014 20:21
Jóhann Ingi Hafþórsson
Þjálfari Lilleström grínast með hryðjuverk - Rekinn heim
Magnus Haglund.
Magnus Haglund.
Mynd: Getty Images
Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm, grínaðist í dag með að hafa sprengju á sér á leið liðsins til Aalesund. Haglund var með varasalva á sér og gantaðist með að það væri sprengja.

Öryggisgæslan á flugvöllum í Noregi er mikil en mikill ótti er í landinu vegna hótana nýliðið um hryðjuverk. Starfsmenn flugvallarins tóku ekki vel í grínið og bönnuðu honum að fljúga með liðinu.

Haglund sagði í samtali eftir atvikið að þetta hafi verið saklaust grín.

,,Ég fór í gegnum öryggisgæsluna með varasalva í höndunum. Kvennkyns öryggisvörður sagði mér að sýna hendina mína og þar var ég með varasalva, ég grínaðist um að þetta gæti verið sprengja. Þetta var bara grín sem tók eina sekúndu.“

,,Ég ætlaði síðan að labba rólega í gegnum öryggisgæsluna en þá komu tveir verðir og báðu mig um að koma með sér. Eftir yfirheyrslu hjá lögreglunni var mér sagt að yfirgefa flugvöllinn.“

Haglund bjóst ekki við að saklaust grín gæti haft svona afleiðingar.

,,Mér fannst þetta ótrúlegt, ég reyndi að biðjast afsökunar, það hjálpaði ekkert, ég fékk að fljúga til Oslo í morgun. Ég vissi ekki að það mætti ekki grínast um svona hluti, afhverju að taka mér svona alvarlega þegar það eru alvöru hættur um hryðjuverk í landinu?“

Athugasemdir
banner
banner
banner