Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 25. júlí 2014 22:32
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn Már: Ég vildi koma heim í sveitina
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við fyrsta leikinn og liðið spilaði líka frábærlega," segir Þorsteinn Már Ragnarsson sem fiskaði víti og skoraði mark í 2-0 sigri Víkings Ólafsvík gegn Selfossi í kvöld.

Þorsteinn er uppalinn hjá Víkingi en er kominn á lánssamningi frá KR út tímabilið og stimplaði sig vel inn strax í fyrsta leik.

„Við vorum allir að berjast og spila fyrir hvorn annan. Við byrjuðum illa en svo urðum við betri. Arnar Darri varði frábærlega í byrjun og eftir að við skoruðum þá kveiknaði almennilega á okkur."

„Það er mjög þægilegt að klæðast Víkingsbúningnum aftur. Það er gott að vera kominn heim. Maður þekkir strákana vel og þjálfarann vel."

Víkingar fengu flottan stuðning í kvöld en það voru fleiri Ólsarar en Selfyssingar í stúkunni á Selfossi í kvöld.

„Víkingssveitin og stuðningurinn er frábær bæði á heimaleikjum og útileikjum."

En aðdragandinn að því að þú ferð aftur í Víking?

„Ég vildi fá að spila, taka 90 mínútur og fá sjálfstraust og ánægjuna við að spila fótbolta. Það voru einhverjar fyrirspurnir úr Pepsi-deildinni en ég vildi bara fara heim. Það er gott að koma heim í sveitina," segir Þorsteinn.

„Það væri vissulega geðveikt að komast upp með liðinu en við tökum einn leik í einu og sjáum hvar það endar. Það getur allt gerst og fimm til sex lið að berjast um annað sætið."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner