Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 25. júlí 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Tryggvi skoðar umferðina: ÍBV á að pressa Stjörnuna
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fær ÍBV í heimsókn.
Stjarnan fær ÍBV í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnismenn hafa ekki unnið leik í langan tíma.
Fjölnismenn hafa ekki unnið leik í langan tíma.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
FH og Fylkir mætast í Lautinni.
FH og Fylkir mætast í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valsmenn fara til Keflavíkur.
Valsmenn fara til Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Breiðablik mætast í Vesturbænum.
KR og Breiðablik mætast í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson er einn af sérfræðingum Fótbolta.net um Pepsi-deild karla. Þréttanda umferðin er öll á dagskrá á sunnudag og hér að neðan má sjá álit Tryggva á leikjunum þar.

Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Ert þú með spurningu fyrir Tryggva? Sendu tölvupóst á [email protected] merkt "Spurning á Tryggva".

Stjarnan - ÍBV (17:00 á sunnudag)
Stjörnumenn á siglingu þessa dagana, bæði á Íslandi og í Evrópu. Sigurinn í gær var stórkostlegur en gæti tekið sinn toll. Spurning með þreytustig leikmanna og meiðsli eftir 120 mínútur gegn Motherwell. Veigar virkar mjög tæpur og svo er það spurning með magann (rassinn) hans Toft og Ingvar virtist einnig hafa meitt sig eitthvað í hnénu. Liðið er samt með bullandi sjálfstraust, dygga stuðningsmenn og auðvitað góða leikmenn. Paplo og Atli voru mjög góðir í gær og eru að vinna vel saman á miðjunni. Báðir hættulegir fram á við.

Mínir menn í Eyjum allir að hressast og búnir að rífa sig upp töfluna. Voru þéttir og góðir varnarlega gegn Fram í síðustu umferð og svo eru Víðir og Jonathan Glenn að setja´nn. Eru samt auðvitað ekki hólpnir og þurfa að halda sínu striki. Botnbaráttan er mjög jöfn. Verður gaman að sjá hvort Tóti komi ekki inn í liðið og þá einmitt í hvaða stöðu. Fer hann á kantinn eða verður hann eins og bolabítur á miðjunni? Eru einnig komnir með sænskan Peter Crouch sem verður fróðlegt að fylgjast með. Ættu að mínu mati að mæta á gervigrasið og pressa þreytt lið Stjörnunar, en hvað veit ég svo sem?

Fjölnir - Þór (17:00 á sunnudag)
Fjölnismenn hafa verið að sogast í botnbaráttuna síðustu vikur og ekki unnið leik síðan 8.maí, einmitt gegn Þór! Eru að fá dagsetningaspjallið sitt svolítið í bakið núna. Með sigri hér geta þeir þó komið sér í 7.sætið með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum og skilið Þórsara eftir í enn meira basli. Strákar eins og Gummi Karl og Gunnar Már þurfa að fara að stíga upp og einnig er hægt að fara fram á meira frá frá Ragga Le og Einari Karli. Ég sá ÍBV - Fjölni í 11. umferð og þar var Raggi góður nema að hann brenndi af tveimur dauðafærum sem hefðu getað tryggt sigur í þeim leik og það er einmitt það sem skiptir svo miklu máli í þessari hnífjöfnu botnbaráttu.

Þórsarar eiga harma að hefna eftir að hafa tapað fyrir Fjölni á heimavelli í 2. umferð. Virðast vera að hressast með tilkomu Chuck´s og hafa haldið hreinu tvo leiki í röð. Hér er afar mikilvægt fyrir þá að næla sér í 3 stig til að halda áfram að hanga í hinum liðunum. Komast að sjálfsögðu upp fyrir Fjölni með sigri og líklega Fylki þar sem þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum. Gott fyrir hausinn að sjá liðið fyrir ofan strikið leiðinlega á töflunni þegar menn kíkja á hana og það getur hjálpað upp á framhaldið.

Fylkir - FH (19:15 á sunnudag)
Þriðji leikur Fylkis í heimaleikjarununni sinni. Tóku Fram í 11. umferð en lágu fyrir Stjörnunni síðast. Kristján Hauks farinn að æfa með liðinu og Finnur Ólafs að koma aftur eftir meiðsli sem er mjög jákvætt fyrir liðið. Geta því miður ekki notað Albert Ingason í þessum leik sem hefði verið kærkomið. Vantar algerlega markaskorara í liðið. Elís Rafn er markahæstur með þrjú mörk og þar af tvö þeirra úr vítaspyrnum (en það þarf víst að skora úr þeim líka :-)) Verður erfiður leikur gegn afar sterku liði FH en krafturinn og viljinn er alltaf til staðar í Árbænum.

FH-ingar eins og Stjörnumenn stolt okkar Íslendinga í dag eftir flotta frammistöðu í Evrópukeppninni. Hafa verið bestir í sumar enda efstir. Atlarnir eru farnir að minna á sig reglulega og það er mín spá að Atli Viðar verði markakóngur íslandsmótsins í ár. Þvílík markavél. Spurning hvernig þeir leysa miðvarðastöðuna þar sem Kassim, sem hefur verið þeirra besti maður, er í leikbanni eftir að hafa misst sig aðeins gegn Blikum. En ef ég þekki Heimi rétt þá finnur hann út úr því á laufléttan hátt. Hef ekki jafn miklar áhyggjur af þreytu leikmanna FH eins og Stjörnumönnum þar sem þeir spiluðu bara 90 mínútur og dreifðu álaginu vel.

Keflavík - Valur (19:15 á sunnudag)
Keflvíkingar voru klaufar að sækja ekki þrjú stig í síðustu umferð gegn Þórsurum og misstu þar með af Evrópulestinni í bili. Hér hafa þeir samt góðan möguleika á að ná næstu lest og tryggja sig verulega í topp 5. Munu fara í 20 stig með sigri og er þá kominn 5 stiga munur á 5. og 6. sætinu. Þurfa í raun bara að spila svipað og gegn Þór en bara nýta færin sín. Eru með flott lið og góðan heimavöll og þetta verður skemmtilegur leikur.

Valsmenn mikil vonbrigði í síðustu umferð og í raun í allt sumar. Hafa bara unnið 4 leiki af 12 sem er í raun bara einum sigurleik meira en til dæmis Fylkir sem eru í 10. sæti. Valsmenn hafa fengið á sig allt of mikið af mörkum miðað við nafnalistann varnarlega og svo vantar auðvitað þenna 10-15 marka framherja. Kolbeinn er markahæstur með 3 mörk eftir 12 umferðir! Þessi leikur er jafn mikilvægur fyrir þá eins og Keflvíkinga. Sigur þýðir að að þeir geta enn reddað sumrinu og daðrað við Evrópusætið en tap og jafntefli getur blandað þeim í botnbaráttuna. 6 stiga leikur fyrir bæði lið og hér verður stuð.

Fram - Víkingur R. (19:15 á sunnudag)
Nú verða menn að girða sig í Safamýrinni. Sá leik þeirra gegn ÍBV í síðustu umferð og það var afar máttlaus framistaða. Jói Kalli verið gagnrýndur mikið í sumar og svei mér þá ef það er ekki bara komið inn á sálina hjá honum. Meira að segja aukaspyrnurnar eru farnar að vera vandræðalegar. En ég veit hvað hann getur og það hlýtur að detta inn fljótlega. Eins eru þarna mjög spennandi strákar eins og Ósvald Jarl, Arnþór Ari og Ásgeir Marteins. mikilvægt að þessir strákar haldi áfram að sýna okkur hvað þeir geta og ekki vera of uppteknir af stöðu liðsins. Það mun bara trufla þessa ungu og efnilegu menn. Sama með Fram og Þórsara að sigur hér getur komið þeim yfir fallstrikið og menn hljóta að leggja sig fram gegn grönnunum.

Víkirngarnir það lið sem komið hefur mest á óvart og troðið sokk í marga spekingana. Það var mikið hlegið í fótboltaheiminum þegar þeir sögðust ætla að verða Íslandsmeistarar árið 2014 en nú eru þeir bara 7 stigum frá því! Mikið sjálfstraust í liðinu og lykilmenn hafa spilað mjög vel. Ingvar, Igor, Kiddi Magg og Pape hafa dálítið fallið í skuggann á Aroni Elís en þeir hafa allir staðið sig vel. Maður myndi halda að það væri sama upp á teningnum hjá þeim og Frömurum að menn leggja allt í sölurnar gegn nágrannaliðinu og vilja hafa þá sem lengst fyrir neðan sig.

KR - Breiðablik (20:00 á sunnudag)
KR-ingar gerðu góða ferð á Hlíðarenda síðast og skutust svo aðeins til Skotlands til að upplifa að spila fyrir aðeins fleiri áhorfendur en menn eru vanir hér á landi. Gæti verið smá þreyta og einhver meiðsli eftir leikinn og ferðalagið en þetta var nú nokkuð stutt að fara samt. KR ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn og þurfa því einfaldlega að gera betur í seinni umferðinni og byrjuðu einmitt á því um síðustu helgi. Þurfa kannski á meiri afgerandi markaskorara að halda þar sem Gary Martin er markahæstur með einungis 5 mörk. verður að teljast frekar lítið miðað við lið í toppbaráttu. Vantar í raun ekki nöfnin (Gary, Baldur, Emil Atla, Kjartan Henry og Óskar Örn). Vantar bara að einn af þessum meisturum rjúki í gang og fari að raða inn mörkunum.

Batamerki eru á leik Blika fram á við sem er jákvætt. Hafa skorað 7 mörk í síðustu 3 leikjum og voru bara nokkuð flottir gegn FH þrátt fyrir tap í síðustu umferð. Eru þó hættulega nálægt fallsætunum og þurfa að fara að loka búrinu. Gulli, Stebbi Gísla og félagar hafa ekki enn haldið hreinu í sumar og löngu kominn tími á það. Gæti reyndar reynst erfitt gegn KR í Kaplaskjólinu. Vonum bara að þetta verði sama skemmtun og Breiðablik - FH var síðastliðinn mánudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner