Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2016 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild kvenna: Grindavík vann toppslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sex leikjum var að ljúka í 1. deild kvenna þar sem Grindavík hafði betur gegn Haukum í toppbaráttu B-riðils.

Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka að velli með þremur mörkum gegn engu og er því með fjögurra stiga forystu á toppnum.

Augnablik er áfram í þriðja sæti eftir sex marka sigur á botnliði Gróttu en þar á eftir koma Fjölnir og Keflavík sem unnu einnig sína leiki í dag.

Í A-riðli er ÍR komið á toppinn eftir sigur á Skínanda og er þar með tveggja stiga forystu á HK/Víking sem á þó leik til góða.

Í C-riðli vann Einherji toppbaráttuslaginn gegn Hömrunum þökk sé sigurmarki frá Barbara Kopacsi. Einherji er með eins stigs forystu á toppi riðilsins, en Sindri og Hamrarnir eru jöfn á stigum í öðru og þriðja sæti.

A-riðill:
Skínandi 0 - 2 ÍR
0-1 Andrea Magnúsdóttir ('48)
0-2 Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('74)

B-riðill:
Grindavík 3 - 0 Haukar
1-0 Linda Eshun ('43)
2-0 Lauren Brennan ('53)
3-0 Sashana Carolyn Campbell ('85)

Fjölnir 2 - 1 Álftanes
1-0 Harpa Lind Guðnadóttir ('18)
1-1 Oddný Sigurbergsdóttir ('63)
2-1 Lára Marý Larúsdóttir ('90)

Keflavík 3 - 1 Afturelding
1-0 Markaskorara vantar ('24)
2-0 Markaskorara vantar ('31)
2-1 Markaskorara vantar ('33)
3-1 Markaskorara vantar ('42, víti)

Grótta 0 - 6 Augnablik
0-1 Markaskorara vantar ('13)
0-2 Markaskorara vantar ('18)
0-3 Markaskorara vantar ('21)
0-4 Markaskorara vantar ('55)
0-5 Markaskorara vantar ('75)
0-6 Markaskorara vantar ('92)

C-riðill:
Einherji 1 - 0 Hamrarnir
1-0 Barbara Kopacsi ('37)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner