Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2016 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
France Football: Pogba og Raiola ákveða sig í dag
Mynd: Getty Images
Einn stærsti knattspyrnumiðill Frakklands, France Football, greinir frá því að Paul Pogba muni hitta umboðsmann sinn, Mino Raiola, í Miami á næstu klukkustundum.

Fullyrt er að miklar líkur eru á því að endanleg ákvörðun um framtíð Pogba verði tekin þegar þeir hittast en Juventus hefur áður greint frá því að félagið sé reiðubúið til að selja krefjist miðjumaðurinn þess að vera seldur.

Því er haldið fram að Manchester United sé búið að bjóða 110 milljónir evra í Frakkann en Juve vill fá 120 milljónir.

Kostnaður Man Utd er þó ekki allur þar vegna þess að Raiola fær 20% af kaupverðinu í eigin vasa, en Juve krefst þess að Rauðu djöflarnir greiði þann kostnað sem myndi hækka heildarkostnað United við félagsskiptin í um 140 milljónir evra.
Athugasemdir
banner