Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 25. júlí 2016 23:10
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víkinni
Gary Martin: Eins og tíu stig því þetta var á móti KR
Gary Martin skaut föstum skotum á KR í kvöld.
Gary Martin skaut föstum skotum á KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin er gríðarlega ánægður með tímann sinn hjá Víkingum.
Gary Martin er gríðarlega ánægður með tímann sinn hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru góð þrjú stig og mér líður eins og þau hafi verið tíu því þetta var á móti KR," sagði Gary Martin, fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Víkings eftir 1-0 sigur síðarnefnda liðsins í Fossvoginum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KR

„Þetta voru mikilvæg þrjú stig því við erum fimm stigum fyrir ofan þá núna. Þetta var erfiður leikur og við áttum bara þrjú skot á ramman og svo vörðumst við eins og stríðsmenn."

Gary, sem gæti hafa spilað sinn síðasta leik á Íslandi, skaut föstum skotum á KR og Bjarna Guðjónsson og fannst honum hreinlega æðislegt að hafa unnið sitt fyrrum félag.

„Ég veit ég get spilað fyrir KR. Mér fannst ég eiga skilið gott tækifæri frá Bjarna en ég fékk það ekki og þegar þú getur komið til baka og klínt því framan í þá, það er gaman. Mér er sama þótt ég skori ekki á móti KR svo lengi sem við vinnum þá."

Það hefur aldrei vantað sjálfstraust hjá Gary og segist hann hafa gert Víkinga að betra liði með mörkum og frammistöðum sínum. Hann nýtti svo tækifærið og skaut aðeins meira á sitt gamla félag.

„ Ég hef lyft Víkingum upp með frammistöðunum mínum og mörkunum mínum í ár. Ég er svo þakklátur fyrir það sem Víkingar hafa gert fyrir mig. Þeir létu mig verða ástfanginn af fótbolta aftur eftir að KR og Bjarni tóku hana frá mér."

Gary þarf nú að finna sér annan fyrirliða í Draumaliðsdeildinni því hann var með sjálfan sig sem fyrirliða.

„Ég var minn eigin en núna er það Steven Lennon, ég vona að hann standi sig. Hann veðrur að fara að skora."

Gary var beðinn um að segja sín lokaorð, ef þetta skildi vera hans síðasti leikur á Íslandi.

„Ég skulda Íslandi mikið, ef ég get komið til baka og hjálpað krökkunum með vitneskju minni er það gott. Ég skulda KR, íA og Víkingum mikið. Ef ég hefði ekki farið með flugvélinni fyrir sex árum gæti ég verið að gera hvað sem er, ég gæti verið að vinna í búð. Ef ég kem einhverntíman aftur, get ég vonandi haldið áfram að skora og hjálpað að ná Evrópusæti," sagði Gary að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner