Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. júlí 2016 11:44
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin sagður vera á leið í Lilleström
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur á Stöð 2 Sport, segist hafa heyrt að Gary Martin, framherji Víkings R., sé á leið til Lilleström í Noregi á láni út leiktíðina.

Víkingur mætir KR í kvöld og segir sagan að það verði síðasti leikur Gary Martin í Pepsi-deildinni þetta tímabilið.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, þekkir Gary Martin vel en hann þjálfaði enska framherjann hjá KR þar sem þeir urðu Íslandsmeistarar tvívegis.

Gary Martin hefur mikið verið í umræðunni í félagaskiptaglugganum en Valsmenn ku hafa gert tilraunir til að kræka í hann.

Gary gekk í raðir Víkings frá KR fyrir sumarið en hann hefur verið að spila vel að undanförnu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner