Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 25. júlí 2016 15:36
Elvar Geir Magnússon
Kolo Toure segist spenntur þó svipurinn segi annað
Kolo í besta skapi!
Kolo í besta skapi!
Mynd: Twitter
Varnarmaðurinn Kolo Toure var í dag formlega kynntur sem nýr leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic í Glasgow.

Félagið birti meðfylgjandi mynd á Twitter-síðu sinni en eftir að myndin varð skotspónn fyrir grín var hún fjarlægð. Óhætt er að segja að Kolo virki ekki spenntur fyrir nýja verkefninu!

Kolo er 35 ára og kemur frá Liverpool þar sem hann vann undir Brendan Rodgers sem er nú stjóri Celtic.

„Hann er topp stjóri. Í mínum huga er hann einn sá besti," segir Kolo.

„Hann gerði frábæra hluti hjá Swansea og gerði það líka hjá Liverpool. Ég er viss um að hann geri frábæra hluti hér."

Kolo býr yfir mikilli reynslu en hann hefur einnig leikið fyrir Arsenal og Manchester City.

Hann verður ekki með Celtic í komandi verkefnum gegn Astana frá Kasakstan í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég er í góðu standi en er nýkominn til félagsins og þarf tíma til að verða klár. Ég mun gefa allt sem ég get fyrir þetta lið."
Athugasemdir
banner
banner