Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2016 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Koulibaly fær ekki að fara til Chelsea
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly er afar eftirsóttur eftir tvö frábær tímabil með Napoli í ítölsku deildinni.

Koulibaly, 25 ára gamall Senegali, vill yfirgefa Napoli til að ganga til liðs við stærra félag og er mjög ósáttur með að Napoli leyfi honum ekki að fara.

„Ég ætla að vera hreinskilinn, ég fundaði með forseta Napoli á laugardaginn og við ræddum um það sem hefur gengið á undanfarnar vikur þar sem mikil neikvæð spenna hefur verið í loftinu milli skjólstæðings mins og félagsins," sagði Bruno Satin, umboðsmaður varnarmannsins stæðilega.

„Félagið vill hvorki leyfa honum að fara né bæta samninginn hans þannig að framtíð hans hjá Napoli lítur ekki vel út. Chelsea hefur mikinn áhuga á honum og það er nægur tími til að ganga frá félagsskiptum ef félögin ná samkomulagi um kaupverð."

Samningur Koulibaly við Napoli rennur ekki út fyrr en sumarið 2019 og mun Napoli ekki selja hann ódýrt, sérstaklega ef Gonzalo Higuain fer til Juventus á metfé.
Athugasemdir
banner