Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 25. júlí 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Leicester fundar um stöðu lykilmanna
Ensku meistararnir eru að undirbúa titilvörnina.
Ensku meistararnir eru að undirbúa titilvörnina.
Mynd: Getty Images
Eigendur og forráðamenn Leicester City ætla að funda í LA í dag til að ræða um nokkra lykilmenn félagsins.

Riyad Mahrez hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarna daga og staða hans verður rædd á fundinum.

Claudio Ranieri, stjóri Leicester, sagði um helgina að Mahrez sé ekki til sölu en Arsenal orðrómurinn er sterkur.

Samningamál Kasper Schmeichel og Danny Drinkwater verða einnig til umræðu á fundinum í dag.

Everton hefur sýnt Kasper áhuga en hann er í viðræðum um nýjan samning við Leicester. Drinkwater hefur einnig hafið viðræður um nýjan samning en hann vill fá 80 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner