mán 25. júlí 2016 09:16
Magnús Már Einarsson
Leik Manchester United og Manchester City aflýst
Mourinho var ekki svona glaður yfir aðstæðunum í Kína.
Mourinho var ekki svona glaður yfir aðstæðunum í Kína.
Mynd: Getty Images
Búið er að aflýsa æfingaleik Manchester United og Manchester City sem átti að fara fram í Kína í dag.

Leikurinn átti að fara fram á Bird's Nest leikvanginum í Peking en hann var notaður á Ólympíuleikunum árið 2008.

Jose Mourinho og Pep Guardiola, stjórar liðanna, höfðu gagnrýnt aðstæður fyrir leikinn harðlega.

„Því miður fyrir fólkið í Peking er völlurinn mjög slæmur. Ástand leikmanna minna skiptir meira máli en úrslit á undirbúningstímabili. Mitt eina markmið er að komast með alla leikmenn mína heila heim. Þetta eru engar aðstæður til að spila góðan fótboltaleik," sagði Mourinho í gær.

„Leikurinn mun bara snúast um að forðast meiðsli til að allir geti haldið áfram að æfa. Ég vona að okkar leikmenn og leikmenn Man City meiðist ekki," segir Mourinho.

Nú er búið að ákveða að aflýsa leiknum eftir að miklar rigningar gerðu vallaraðstæður ennþá verri.

Leikmannahópur Manchester United flýgur aftur til Englands í dag en Manchester City mætir Borussia Dortmund í Shenzen í Kína á fimmtudag.

Sjá einnig:
Mourinho pirraður á dvölinni í Kína - Hörmulegar aðstæður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner