Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. júlí 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd leggur fram annað tilboð í Pogba
Powerade
Pogba er áfram á sínum stað í slúðrinu.
Pogba er áfram á sínum stað í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Innan við þrjár vikur eru í að enska úrvalsdeildin hefjist og nóg er í gangi á leikmannamarkaðinum.



Manchester United hefur lagt fram nýtt 92 milljóna punda tilboð í Paul Pogba en Juventus vill fá átta milljónum betur. (The Guardian)

Juventus er að reyna að fá Nemanja Matic frá Chelsea til að fylla skarð Pogba. (Daily Mail)

Diego Costa, framherji Chelsea, er ennþá á óskalista Atletico Madrid. Chelsea gæti selt Costa og keypt Alvaro Morata frá Real Madrid í staðinn. (Daily Mirror)

Liverpool ætlar að gera lokatilboð upp á átta milljónir punda í Ben Chilwell, bakvörð Leicester. (The Sun)

Stoke er að undirbúa nýtt tilboð í Saido Berahino, framherja WBA, eftir að 20 milljóna punda tilboði var hafnað. Berahino verður dýrasti leikmaður í sögu Stoke ef hann fer til félagsins. (Stoke Sentinel)

Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, segist ekki vera á leið til Manchester United. (Marca)

Georginio Wijnaldum segir að Jurgen Klopp hafi sannfært sig um að ganga frekar til liðs við Liverpool heldur en Tottenham eða Everton. (Liverpool Echo)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er í leit að miðverði. (The Guardian)

Stoke er að ganga frá kaupum á Joe Allen, miðjumanni Liverpool, á 13 milljónir punda. Swansea náði ekki að jafna tilboð Stoke. (The Sun)

Fyrsti leikur Sam Allardyce með enska landsliðið verður vináttuleikur gegn Króatíu á Wembley þann 1. september. (Daily Star)

Hull City ætlar að taka Roberto Martinez í starfsviðtal eftir að Steve Bruce hætti. (Daily Express)

Huw Jenkins, formaður Swansea, segir að félagið ætli að fá að minnsta kosti þrjá nýja leikmenn fyrir tímabili en tveir af þeim eru framherjar. (South Wales Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner