Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 25. júlí 2016 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víkinni
Milos: Erum að fá leikmann frá Slóveníu - Hann er ekki frændi minn
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Milojevic, þjálfari Víkings spjallaði við fréttamenn eftir 1-0 sigurinn gegn KR í kvöld. Hann staðfesti þá að leikmaður sem hefur spilað í Slóveníu væri á leið til félagsins.

„Ég er nánast búinn að ganga frá einum kaupum. Hann er ekki framherji. Þetta eru ekki kaup, það kaupir enginn leikmenn á Íslandi, við fáum þá alla frítt og svo spila þeir fyrir smá pening."

„Hann getur spilað sem framliggjandi miðjumaður og á kantinum. Hann var fenginn, óháð því sem gerðist með Gary Martin," en Gary Martin er á leiðinni til Lilleström.

Milos sagðist hafa fylgst með honum, þó hann væri ekki frændi sinn.

„Hann er ekki frændi minn en ég hef fylgst með honum. Ég vildi fá hann í vetur en það voru ekki aðstæður til þess, því hann var samningsbundinn liði í Slóveníu."
Athugasemdir
banner
banner