Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júlí 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Moyes vill fá Januzaj til Sunderland
Moyes færði Januzaj góðan samning á Old Trafford
Moyes færði Januzaj góðan samning á Old Trafford
Mynd: Man Utd
David Moyes, nýráðinn stjóri Sunderland, hyggst leita á fornar slóðir eftir liðsstyrk áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst.

Moyes tók við Sunderland á dögunum eftir að Sam Allardyce var ráðinn landsliðsþjálfari Englands og þarf Moyes nú að hafa hraðar hendur í undirbúningi sínum.

Einn af þeim leikmönnum sem gæti gengið til liðs við Sunderland er belgíski kantmaðurinn Adnan Januzaj en Moyes þekkir vel til kauða eftir að hafa gefið honum fyrstu tækifærin sín á Old Trafford.

Raunar var frammistaða Januzaj einn af fáum ljósum punktum í stjóratíð Moyes hjá Man Utd en Januzaj hefur ekki tekist að fylgja á eftir góðri byrjun sinni á Old Trafford og er ekki talið líklegt að hann fái stórt hlutverk hjá Jose Mourinho í vetur.

Þessi 21 árs gamli leikmaður kom við sögu í sjö leikjum með Man Utd á síðasta tímabili en eyddi helmingi leiktíðarinnar á láni hjá Dortmund og er óhætt að segja að dvölin þar hafi verið misheppnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner