Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. júlí 2016 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Steve Bruce skrifar opið bréf til stuðningsmanna Hull
Mynd: Getty Images
Steve Bruce hætti sem stjóri Hull City á dögunum, eftir rifrildi við eigendur félagsins, og sótti um þjálfarastarf hjá enska landsliðinu, sem hann fékk ekki.

Bruce segir umsóknina ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að yfirgefa Hull. Hann hafi yfirgefið félagið því það væri einfaldlega öllum fyrir bestu.

Það eru aðeins 13 heilbrigðir leikmenn í aðalliði Hull, sem komst aftur í úrvalsdeildina gegnum umspil á síðasta tímabili. Eigendur Hull hafa verið að reyna að selja félagið en eru nú búnir að taka það af sölu þar til nýr stjóri verður ráðinn.

„Síðustu 12 mánuðir hafa verið afar erfiðir og ég tel afsögn mína vera jákvætt skref fyrir félagið. Stuðningurinn sem ég hef fengið frá stuðningsmönnum félagsins á tíma mínum hér hefur verið magnaður og er því miður sjaldséður í knattspyrnuheiminum," skrifaði Bruce í opnu bréfi til stuðningsmanna Hull.

„Besta dæmið um það er þegar við féllum úr úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15. Þá klöppuðu stuðningsmenn fyrir okkur eftir síðasta leik tímabilsins. Það var stórkostleg stund þrátt fyrir mikil sárindi."

Bruce stýrði Hull í fjögur ár og á þeim tíma kom hann félaginu tvisvar sinnum upp í úrvalsdeildina og einu sinni í úrslitaleik FA bikarsins.

Bruce er dáður af stuðningsmönnum félagsins og má sjá bréf hans til þeirra í heild sinni neðst í fréttinni sem birtist ef smellt er hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner