Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 23:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ísbirninum slátrað - Góður sigur Hamars
Haukur Eyþórsson var á skotskónum.
Haukur Eyþórsson var á skotskónum.
Mynd: Raggi Óla
Hamar gerði góða ferð suður með sjó.
Hamar gerði góða ferð suður með sjó.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hvíti riddarinn fór illa með Ísbjörninn og Hamar gerði góða ferð suður með sjó í 4. deild karla í kvöld. Leikið var í A-riðli.

A-riðill
Hvíti riddarinn er að berjast við efstu liðin. Hvíti heimsótti Ísbjörninn í kvöld og eftir mark á 30. mínútu var aldrei litið til baka. Gestirnir unnu á endanum 9-0 sigur og má því segja að Ísbirninum hafi verið slátrað. Hvíti riddarinn er í þriðja sæti með 19 stig á meðan andstæðingar þeirra í Ísbirninum eru með sex stig í sjöunda sæti.

Í Grindavík vann Hamar 5-2 sigur gegn GG. Heimamenn í GG komust yfir, en Hamar svaraði því með fimm mörkum. GG klóraði í bakkann undir lokin, en það var ekki nóg. Hamar er í fjórða sæti með 19 stig, líkt og Hvíti riddarinn, en GG er með 11 stig í sjötta sæti.

Ísbjörninn 0 - 9 Hvíti riddarinn
0-1 Davíð Einarsson ('30, víti)
0-2 Kristinn Aron Hjartarson ('38)
0-3 Haukur Eyþórsson ('39)
0-4 Kristinn Aron Hjartarson ('42)
0-5 Haukur Eyþórsson ('66)
0-6 Haukur Eyþórsson ('69)
0-7 Sævar Freyr Alexandersson ('75)
0-8 Hallur Kristján Ásgeirsson ('87)
0-9 Kristján Steinn Magnússon ('90)

GG 2 - 5 Hamar
1-0 Ævar Andri Á Öfjörð ('19, víti)
1-1 Jordan Follows ('24)
1-2 Magnús Otti Benediktsson ('31)
1-3 Jordan Follows ('40)
1-4 Tómas Ingvi Hassing ('52)
1-5 Jordan Follows ('86)
2-5 Hallgrímur Jónsson ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner