Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgaði sjálfur 12 milljónir evra til þess að skipta um lið
Vildi komast burt frá Malaga.
Vildi komast burt frá Malaga.
Mynd: Getty Images
Pablo Fornals ákvað að taka málin í sínar eigin hendur til þess að komast frá Malaga. Hann borgaði 12 milljónir evra úr eigin vasa til þess að losna af samningi hjá Malaga.

Hann vildi komast til Villareal og er nú kominn þangað

Malaga greindi frá þessu í yfirlýsingu, en þjálfari liðsins, Michel Gonzalez, var ekki sáttur með þetta.

„Pablo er farinn, einn af mörgum. Hann kvaddi með hreinskilni sinni. Hann var sorgmæddur og grét, ekki af gleði. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu," skrifaði Gonzalez á Twitter.

Fornals, sem er 21 árs, er einn efnilegasti kantmaður Spánar, en hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hafa yfirgefið Malaga í sumar. Sandro, Ignacio Camacho og Carlos Kameni eru líka farnir.

Fornals er farinn til Villareal, en það er uppeldisfélag hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner