Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. júlí 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea sendi Kenedy heim frá Kína
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur sent kantmanninn Kenedy heim úr æfingaferð félagsins í Asíu.


Chelsea hefur verið í Kína undanfarna daga, en á meðan hefur Kenedy talað illa um landið á Instagram.

Kenedy setti nokkrar færslur á Instagram um Kína og fólkið í landinu og í kjölfarið var hann sakaður um kynþáttarfordóma.

Hinn 21 árs gamli Kenedy baðst afsökunar en baulað var á hann í fyrradag þegar Chelsea vann Arsenal 3-0 í leik sem fram fór í Kína.

Chelsea sendi frá sér afsökunarbeiðni í gær en félagið ákvað að senda leikmanninn einnig heim úr ferðinni í refsingarskyni.
Athugasemdir
banner
banner