þri 25. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna í dag - Komast meistararnir áfram?
Mynd: Getty Images
Í dag lýkur B-riðlinum á Evrópumótinu í Hollandi.

Ríkjandi meistarar Þýskaland eru í hættu á að komast ekki áfram. Þjóðverjar mæta Rússum í dag, en jafntefli nægir. Tap þýðir að Þýskaland er úr leik, líkt og Ísland.

Svíar eru í mjög góðri stöðu. Þær eru með fjögur stig, eins og Þjóðverjar, en Svíþjóð mætir Ítalíu í kvöld. Ítalía er úr leik eftir tvö töp.

Það eru því þrjú lið, Svíþjóð, Þýskaland og Rússland sem eiga möguleika á því að komast áfram. Hvað gerist?

Leikir dagsins:
18:45 Rússland - Þýskaland (RÚV 2)
18:45 Svíþjóð - Ítalía (RÚV)
Athugasemdir
banner
banner
banner