Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 25. júlí 2017 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Lokastaðan eftir bókinni
Þýskaland vann riðilinn.
Þýskaland vann riðilinn.
Mynd: Getty Images
Lokaniðurstaðan í B-riðli Evrópumótsins í Hollandi var eftir bókinni. Þjóðverjar unnu riðilinn og Svíar fylgdu næst á eftir.

Þýskaland mætti Rússlandi í kvöld og tvö vítaspyrnumörk tryggðu sigurinn þar. Babett Peter skoraði úr fyrri spyrnunni á 10. mínútu og snemma í seinni hálfleiknum steig Dzsenifer Marozsan á punktinn. Lokatölur 2-0 fyrir Þýskaland.

Í hinum leiknum þar sem Ítalía og Svíþjóð mættust voru óvænt úrslit.

Ítalía komst þrisvar yfir og vann að lokum 3-2, en það nægði þeim ekki. Svíþjóð fékk aðstoð frá Þjóðverjum og fer áfram.

Þýskaland fer áfram með sjö stig og Svíþjóð með fjögur.

Rússland 0 - 2 Þýskaland
0-1 Babett Peter ('10 , víti)
0-2 Dzsenifer Marozsan ('56 , víti)

Svíþjóð 2 - 3 Ítalía
0-1 Daniela Sabatino ('4 )
1-1 Lotta Schelin ('14 , víti)
1-2 Daniela Sabatino ('37 )
2-2 Stina Blackstenius ('47 )
2-3 Cristiana Girelli ('85 )



Athugasemdir
banner
banner
banner