Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton ætlar að halda góðgerðarleik fyrir Bradley Lowery
Bradley með besta vini sínum.
Bradley með besta vini sínum.
Mynd: Getty Images
Everton ætlar að halda góðgerðarleik til að fagna lífi Bradley Lowery. Bradley fangaði hug og hjörtu fótboltaáhugafólks um allan heim, en hann lést í byrjun júlí eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Bradley var stuðningsmaður Sunderland, en hann var einnig dáður og dýrkaður hjá Everton. Félagið styrkti meðal annars söfnun Bradley um 200 þúsund pund í september á síðasta ári.

Nú hefur Everton ákveðið að heiðra Bradley með góðgerðarleik. Frægir einstaklingar munu reima á sig takkaskó og heiðra Bradley.

Góðgerðarleikurinn verður í september.

„Það var heiður fyrir mig að þekkja hann og fjölskyldu hans í þennan stutta tíma," sagði Bill Kenwright, formaður Everton.

Bradley fylgdi leikmönnum Sunderland og Everton út á völlinn fyrir leik liðanna í fyrri umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Í kjölfarið var Bradley og fjölskyldu hans boðið á Goodison Park fyrir leik liðanna síðar á tímabilinu. Þar skemmti Bradley sér konunglega.
Athugasemdir
banner
banner
banner