Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. júlí 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton vonast enn til að landa Gylfa
Mynd: Getty Images
Everton ætlar ekki að gefast upp á Gylfa Þór Sigurðssyni. Félagið vonast enn til að landa íslenska landsliðsmanninum.

Þetta segir vefsíðu á Liverpool Echo í dag.

Everton hefur lagt fram tvö tilboð í Gylfa, eftir því sem breskir fréttamiðlar komast næst. Í gær gerði Everton nýtt betrumbætt tilboð í Gylfa upp á 45 milljónir punda, en Swnsea var ekki lengi að hafna því. Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Gylfi hefur að undanförnu verið að æfa með varaliði Swansea, en hann sleppti því að fara til Bandaríkjanna í æfingaferð með liðinu. Gylfi var ekki í réttu hugarástandi til að fara í ferðina.

Swansea-liðið er komið aftur til Wales og mun spila síðasta æfingaleik sinn á undirbúningstímabilinu, gegn Birmingham City á laugardag. Óljóst er hvort Gylfi taki þátt í þeim leik.

Gylfi vill ólmur komast til Everton, en félagið vonast til þess að hann
verði orðinn leikmaður liðsins fyrir leikinn gegn Ruzomberok frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner