banner
   þri 25. júlí 2017 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimildarmaður Sky Sports segir Van Dijk á leið til Liverpool
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk vill helst komast til Liverpool. Það er ekki leyndarmál. Sky Sports hefur það eftir heimildarmanni, sem er náinn Van Dijk, að sá hollenski verði orðinn leikmaður Liverpool áður félagsskiptaglugginn lokar eftir rúman mánuð.

Hinn 26 ára gamli Van Dijk hefur æft einn undanfarna daga hjá Southampton. Hann er búinn að tjá stjóra dýrlingana, Mauricio Pellegrino, að hann vilji komast burt.

Van Dijk fór ekki með í æfingaferð Southampton til Frakklands.

„Ég ræddi við hann. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að spila því að hann vill fara. Ég þarf leikmenn sem vilja 100% hjálpa Southampton," sagði Pellegrino á dögunum.

Sjá einnig:
Van Dijk ekki með Southampton í æfingaferð

Van Dijk var sterklega orðaður við Liverpool fyrr í sumar, en í síðasta mánuði sendi félagið frá sér yfirlýsingu þess efnis að það væri hætt við að reyna að fá Hollendinginn.

Liverpool sendi yfirlýsinguna eftir að Southampton lagði fram kvörtun til enska knattspyrnusambandsins yfir því að Liverpool hefði rætt ólöglega við varnarmanninn.

Samkvæmt Sky hefur Liverpool ekki reynt að fá Van Dijk síðan yfirlýsingin kom út, þeir hafa að minnsta kosti ekki reynt að fá hann eða rætt við hann með ólöglegum hætti.

Nú er spurning hvað gerist. Van Dijk vill helst fara til Liverpool samkvæmt fréttamiðlum á Bretlandi, en hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Manchester City.



Athugasemdir
banner
banner
banner