Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júlí 2017 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Ísland og Austurríki aldrei mæst
Ísland mætir Austurríki annað kvöld.
Ísland mætir Austurríki annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar ljúka keppni á EM í Hollandi annað kvöld þegar liðið mætir því austurríska í Kastalanum í Rotterdam.

Ísland er án stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar en Austurríki með fjögur stig og í góðum séns á að tryggja sér óvænt sæti í 8-liða úrslitum. Fyrir mót var talið að Austurríki væri slakasta lið riðilsins.

Kvennalandslið Íslands og Austurríkis hafa aldrei mæst og því verður þetta fyrsta innbyrðis viðureign þjóðanna.

Austurríki er í 24. sæti heimslista FIFA á meðan Ísland er í 19. sæti.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner