Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. júlí 2017 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Katrín og Ingibjörg kepptu í fötuáskorun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsleikmennirnir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir tóku þátt í fötuáskorun UEFA, eða "Bucket challenge".

Tveir leikmenn frá hverri þjóð fengu það verkefni að reyna hitta litlum fótbolta ofan í fötu af stuttu færi.

Það fór svo að Katrín Ásbjörnsdóttir náði tveimur boltum ofan í fötuna en Ingibjörg einum í fimm tilraunum.

Gaman er að segja frá því að enginn leikmaður á EM í Hollandi hefur náð fleiri en tveimur boltum ofan í fötuna og því er Katrín efst á listanum ásamt fimm öðrum leikmönnum. Þar á meðal er sú austurríska Verena Aschauer sem mætir einmitt Íslandi í Kastalanum í Rotterdam annað kvöld.

Hægt er að sjá myndskeið af tilraunum stelpnanna hér að neðan.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner