þri 25. júlí 2017 10:08
Magnús Már Einarsson
Klopp: Hef ekki áhuga á því sem Mourinho segir
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hafa áhuga á að hlusta hvað Jose Mourinho, kollegi hans hjá Manchester United, hefur að segja.

Mourinho vann Evrópudeildina með Manchester United á síðasta tímabili en hann hefur sagt að Liverpool og Chelesa gætu lent í erfiðleikum hvað varðar leikjaálag á komandi tímabili þar sem þau verða einnig í Meistaradeildinni núna, ólíkt því sem var á síðastat ímbaili.

„Ég hef ekki áhuga á því sem Jose Mourinho segir. Af hverju ætti ég að tala um Manchester United? Jose er að tala um okkur, já," sagði Klopp.

„Allt í lagi. Við áttum tímabil eins og Man United árið áður. Ég er ekki viss um hvort einhver hafi spurt okkur að því hvernig það var. Afsakið, við töpuðum úrslitaleikjum já. Við spiluðum gegn Sevilla á meðan þeir mættu Ajax. Það er munurinn."

„Þetta tók á yfir tímabilið. Evrópudeildin var erfið. Chelsea mun líka finna muninn. Þeir spiluðu á 13 leikmönnum allt síðasta tímabil. Það er ekki mitt vandamál ef þeir spila bara á 11 leikmönnum. Það er vel gert."

„Ég vil ekki taka þátt í þessu. Ef þið spyrjið þá svara ég en ég hef ekki áhuga á þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner