Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy hugsaði um Man City strax eftir síðasta tímabil
Mendy samdi við Manchester City í gær.
Mendy samdi við Manchester City í gær.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Benjamin Mendy var í gær keyptur til Manchester City frá Mónakó á 52 milljónir punda.

Hann er dýrasti varnarmaður sögunnar, en kaupin á Mendy áttu sér langan aðdraganda. Hann hefur verið orðaður við City síðan tímabilinu í Frakklandi lauk. Þar varð Mendy franskur meistari með Mónakó, en hann vakti sérstaka athygli í Meistaradeildinni.

Mendy, sem skrifaði undir fimm ára samning, segist hafa hugsað um það lengi að fara til Manchester City.

„Ég er mjög stoltur, þetta er það sem ég vildi frá byrjun," sagði Mendy er hann ræddi við vefsíðu City-liðsins.

„Um leið og deildinni í Frakklandi var lokið, þá ræddi ég við fjölskyldu mína og eftir það vissi ég að ég vildi fara til Manchester City. Ég var mjög sáttur með það," sagði Mendy.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner